Franz Íbsson 1656-08.07.1739

Fæddur 1656-58. Danskur prestur. Þórður biskup aumkvaðist yfir drenginn á ferðum sínum erlendis, tók hann með sér heim og kostaði til náms. Sendi hann aftur til Kaupmannahafnar þar sem hann lauk guðfræðiprófi. Nam íslensku hjá Árna Magnússyni. og kom heim aftur 1684 og vígðist aðstoðarprestur að Hruna 16. maí 1684. Tók að fullu við prestakallinu um 1689 og hélt til dauðadags, Talaði bjagaða íslensku en lagði stund á reikningslist og samdi ágrip af tölvísi á íslensku. Talinn merkismaður í öllum greinum. Reyndi t.a.m. þrisvar sinnum kornrækt í Hruna en mistókst alltaf.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 17.

Staðir

Hrunakirkja Aukaprestur 16.05.1686-1689
Hrunakirkja Prestur 1689-1739

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 23.03.2014