Halldór Jónsson (durtur) -

Prestur sem var enn á lífi 1685. Hann varð aðstoðarprestur sr. Jóns gamla Jónssonar á Staðarhrauni og mun hafa vígst þangað 1637 og fékk prestakallið eftir hann um 1640 en lét af prestskap 1667 vegna sjóndepru. Hann var vandaður maður, glaðlyndur en ölkær nokkuð og þá gáskafullur og gárungalegur.Hagmæltur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 259.

Staðir

Staðarhraunskirkja Aukaprestur 1637-1640
Staðarhraunskirkja Prestur 1640-1667

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 17.08.2015