Magnús Árnason 1698-30.07.1766

Prestur. Stúdent 1718 frá Skálholtsskóla. Tók guðfræðipróf við Hafnarháskóla 1722. Hann var settur prestur í Breiðavíkurþingum 13. ágúst 1724, missti prestskap vegna barneignar 1728, fékk uppreisn 1730 og fékk Miðdalaþing 1734, fékk Reynivelli 12. maí 1759 og hélt til æviloka. Fær allgóðan vitnisburð hjá Harboe sem telur hann þó málstirðan.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 406.

Staðir

Breiðuvíkurkirkja Prestur 1726-1728
Reynivallakirkja Prestur 12.05. 1759-1766
Sauðafellskirkja Prestur 1734-1759

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.06.2014