Hans Ploder 21.08.1927-12.06.2011

Foreldrar: Franz Ploder, járnbrautarstarfsmaður í Austurríki, f. 16. okt. 1895 í Austurríki, d. 8. jan. 1957, og k. h. Julianne Pioder f. Koch, r 13. febr. 1900, d. 22. jan. 1978.

Námsferill: Gekk í skóla í Bruck a.d. Mur og Graz í Austurríki og lauk námi frá Tónlistarháskólanum í Graz.

Starfsferill: Var fagottleikari í Útvarpshljómsveitinni í Graz, í Fílharmóníuhljómsveitinni/Óperuhúsinu í Graz og í Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1951-1991; kenndi við Barnalúðrasveit Seltjarnarness; lék í Lúðrasveit Reykjavíkur; var stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar og einn af stofnendum Kammersveitar Reykjavíkur.

Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 199. Sögusteinn 2000.

Hans fæddist í Bruck/Mur í Austurríki. Hann flutti til Íslands 1. febrúar 1951 til þess að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem var stofnuð árið áður, og lék með sveitinni þar til hann fór á eftirlaun 1991. Hann stjórnaði líka Lúðrasveit Hafnarfjarðar í áratugi og á 60 ára afmælistónleikum sveitarinnar í fyrra stjórnaði hann henni í síðasta sinn. Hans var einn fyrsti tónlistarkennari skólanna á Seltjarnarnesi og brautryðjandi í skólalúðrasveitamótum. Hann útsetti mikið fyrir lúðrasveitir og skrifaði mjög fallegar nótur sem margar eru varðveittar í Hafnarfirði.

Áður en Hans flutti til Íslands lauk hann námi við tónlistarháskólann í Graz og starfaði við óperuna í borginni í nokkur ár. Hann var einn af stofnendum Íslensk-austurríska félagsins á Íslandi og meðal annars formaður þess um tíma. 1983 veittu austurrísk yfirvöld honum gullheiðursmerki fyrir félagsstörf í þágu austurrísku þjóðarinnar.

Á Íslandi kynntist Hans Jóhönnu Kristínu Jónmundsdóttur, eftirlifandi eiginkonu sinni, en þau gengu í hjónaband 4. maí 1957. Þau eiga fimm börn, 14 barnabörn og tvö barnabarnabörn.

Úr andlátsfregn í Morgunblaðiðinu 15. júní 2011, bls. 9.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fagottleikari 1951 1991

Tengt efni á öðrum vefjum

Fagottleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 21.08.2015