Vigdís Klara Aradóttir 21.02.1968-

<p>Vigdís Klara Aradóttir lærði á klarínett og saxófón við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún stundaði framhaldsnám við tónlistarháskólana í Basel og Lausanne í Sviss og í Ohio í Bandaríkjunum. Einnig stundaði hún nám á gamalt klarínett við Schola Cantorum Basiliensis. Hún hefur meðal annars leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og í Þjóðleikhúsinu. Síðastliðið haust tók Vigdís við stjórnandastarfi hjá nýstofnaðri Skólahljómsveit Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Þá kennir hún á saxófón og klarínett og stundar einnig nám í menningar- og menntastjórnun við Háskólann á Bifröst.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 26. ágúst 2008.</p>

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.10.2013