Björn O. Björnsson 21.01.1895-29.09.1975

<p>Björn fæddist í Kaupmannahöfn, sonur hjónanna Ingibjargar Benjamínsdóttur og Odds Björnssonar prentmeistara. Hann varð stúdent 1913 og lagði í fyrstu stund á raunvísindi við Kaupmannahafnarháskóla og lauk þar fyrrihlutaprófi 1917, en settist þá í guðfræðideild Háskóla Íslands og brautskráðist þaðan 1921. Hann vígðist til Þykkvabæjarklaustursprestakalls 1922 og var&nbsp;þar prestur til 1933, á Brjánslæk 1933 til 1935, á Höskuldsstöðum 1935-1941 og á Hálsi í&nbsp;Fnjóskadal frá 1945-1955. Auk prestskapar stundaði séra Björn kennslu og margháttuð ritstörf og eftir hann liggur m.a. fjöldi þýddra og frumsaminna bóka.</p> <p>Séra Bjorn O. Björnsson var kvæntur Guðríði Vigfúsdóttur frá Flögu í Skaftártungu og eignuðust þau 5 börn.</p> <p align="right">Andlátsfregn í Morgunblaðinu 3. október 1975, bls. 2.</p>

Staðir

Þykkvabæjarklausturskirkja Prestur 17.02.1922-1933
Brjánslækjarkirkja Prestur 20.03.1933-1935
Höskuldsstaðakirkja Prestur 10.04.1935-01.05.1941
Hálskirkja Prestur 30.04.1945-1955
Möðruvallakirkja í Hörgárdal Prestur 15.12.1961-1962
Seyðisfjarðarkirkja Prestur 15.05.1963-1964
Kirkjubæjarkirkja Prestur 20.05.1964-1965

Tengt efni á öðrum vefjum

Prestur

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 11.04.2018