Örn Traustason 27.09.1954-23.11.2002

Örn var fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla 1971. Hann útskrifaðist sem húsasmiður frá Iðnskólanum í Keflavík árið 1976 og lauk skipstjórnarréttindum frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1978. Örn lauk námi í sjávarútvegsfræðum frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 1994.

Örn starfaði lengst af við sjómennsku, fyrst sem háseti og síðar sem stýrimaður, skipstjóri og útgerðarmaður. Hann starfaði hjá sjávarútvegsráðuneytinu við veiðieftirlit á árunum 1984-1990. Á árinu 1988 dvaldi Örn ásamt fjölskyldu sinni á Grænhöfðaeyjum. Þar starfaði hann við þróunaraðstoð og kenndi innfæddum fiskveiðar. Örn var framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Eldeyjar 1990-1993. Árið 1994 flutti Örn búferlum til Afríku og stofnaði útgerðarfyrirtæki í Ghana sem hann starfaði við allt þar til hann lést.

Örn sinnti félagsmálum og var m.a. formaður Alþýðuflokksfélagsins í Grindavík á árunum 1990-1994.

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 8. desember 2002, bls. 44.

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

2 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
14.06.1992 SÁM 93/3636 EF Ræða flutt á sjómannadaginn í Grindavík Örn Traustason 37668
14.06.1992 SÁM 93/3637 EF Ræða flutt á sjómannadaginn í Grindavík Örn Traustason 37669

Tengt efni á öðrum vefjum

Framkvæmdastjóri, húsasmiður, skipstjóri, stýrimaður og útgerðarmaður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 22.05.2015