Heimir Steinsson 01.07.1937-15.05.2000

<p>Prestur. Stúdent frá MA 1957. Nám í fornleifafræði við Hafnarháskóla 1958-59 og í íslenskum fræðum við HÍ 1959-61. Cand. theol. frá HÍ 27. maí 1966. Framhaldsnám í trúfræði og almennri kirkjusögu við Háskólann í Edinburg 1968-69. Sótti auk þess fjölda námskeiða. Sóknarprestur á Seyðisfirði frá 1. júní 1966 og gegndi því kalli til 30. september 1968. Rektor Lýðháskólans í Skálholti frá stofnun 1972 til 1982.Sóknarprestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum frá 1. janúar 1982 og gegndi þeim störfum til 1. október 1991. Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins frá 1. október 1991 til 15. desember 1996. Skipaður sóknarprestur og staðarhaldari á Þingvöllum frá 15. desember 1996 og var það til æviloka. Gegndi fjölda annarra starfa, s.s kennslu.</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 447-48 </p>

Staðir

Seyðisfjarðarkirkja Prestur 27.05. 1966-1968
Þingvallakirkja Prestur 01.01. 1982-1991
Þingvallakirkja Prestur 15.12.1996-2000

Prestur , rektor , staðarhaldari , útvarpsstjóri og þjóðgarðsvörður

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 12.11.2018