Ólafur Pálsson 17.10.1874-26.03.1962

<p>Með foreldrum á Litlu-Tjörnum og í Brúnagerði og á Ytra-Hóli í Fnjóskadal, Suður-Þingeyjasýslu 1875-89 og 1893-97. Hjú á Sörlastöðum í Fnjóskadal 1897-1900. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla. Nemi í Ólafsdal, Staðarhólssókn, Dal. 1901. Vinnumaður á Öngulsstöðum, Eyj. 1889-93. Kennari í Háls- og Ljósavatnshreppi og vann að jarðabótum á sumrum á árunum um 1902-07. Bóndi á Sörlastöðum í Fnjóskadal frá 1907, flutti 1956 til Akureyrar. Organisti, sat í sveitarstjórn og gegndi mörgum öðrum trúnaðarstörfum. Bóndi á Sörlastöðum, Hálssókn, S-Þingeyjasýslu 1930. „Á fróðleik í handriti“ segir Indriði. Skáldmæltur.</p> <p align="right">Íslendingabók [24. ágúst 2013].</p> <p>Sjá einnig Kennaratal á Íslandi, II. bindi bls. 32.</p<

Staðir

Illugastaðakirkja Organisti -

Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014