Sunna Gunnlaugs (Sunna Gunnlaugsdóttir) 11.05.1970-

<p>Sunna Gunnlaugs djasspíanisti og lagasmiður stundaði nám við tónlistarskóla FÍH 1988-1993 en útskrifaðist 1996 með B.M. í jazzpíanóleik frá William Paterson College í New Jersey. Hún hefur komið fram á helstu jazzhátíðum Kanada, í tíu ríkjum Bandaríkjanna og níu löndum Evrópu og einnig í Japan. Tónlist hennar hefur fengið mjög jákvæða umfjöllun í frönskum, þýskum, austurrískum og bandarískum tímaritum þar sem hún er sögð fella saman þokka evrópsks djass og eldmóð hins bandaríska með tónsmíðum sem höfða til fleiri en djassunnenda eingöngu. Hún hefur gefið út fjóra geisladiska með eigin tónsmíðum og náði sá síðasti Live in Europe inn á „topp 10" lista á útvarpsstöðvum í Bandaríkjunum árið 2003 og öðru sæti í Kanada. Sunna hefur stjórnað þáttasyrpunni Djass Gallery New York á Rás 1 frá árinu 1998. Hún hefur þrisvar sinnum hlotið starfslaun listamanna.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 17. júlí 2007.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Tríó Sunnu Gunnlaugs Píanóleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Píanóleikari og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 2.06.2016