Jaan Alavere 04.04.1969-03.09.2020

<p>Jaan stundaði tónlistarnám við Tallin Music High School frá unga aldri og til ársins 1988, með áherslu á píanóleik og fiðlu, og þar lauk hann líka kennsluréttindum. Í Eistlandi vann hann meðal annars sem fiðluleikari við sinfóníuhljómsveit elsta leikhúss í Eistlandi í borginni Tartu. Síðar varð hann kons- ertmeistari þeirrar hljóm- sveitar.</p> <p>Jaan réð sig sem tónlistar- kennara við Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði haustið 1998, auk þess að taka að sér kór- stjórn hjá söngfélaginu Sálubót, og þessum störfum sinnti hann til æviloka. Jafnframt þessu var hann kórstjóri og organisti í kirkjum í nágranna- sveitum. Tók þátt í starfi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og sýningum Leikfélagsins Eflingar í Reykjadal og Leikfélags Akureyrar. Jaan lagði stund á orgelleik hjá Ey- þóri Inga Jónssyni og lauk prófi árið 2012. Hann var einn- ig tónskáld og samdi og útsetti fjölmörg lög fyrir nemendur, kóra og sinfóníuhljómsveit.</p> <p>Fjölskyldan fékk íslenskan ríkisborgararétt 2006.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 21. september 2020, bls. 22</p>

Staðir

Ljósavatnskirkja 1998-2020

Skjöl


Fiðluleikari , kórstjóri , organisti , píanóleikari og tónskáld

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 21.09.2020