Þorsteinn Jónasson 02.10.1919-25.08.2010

<p>Þorsteinn var sonur hjónanna Arndísar Jónasdóttur, frá Húki, f. 1.9. 1893, d. 12.2. 1950, og Jónasar Ólafs Þorsteinssonar frá Hrútatungu, f. 21.11. 1872, d. 30.6. 1952.</p> <p>Þorsteinn var elstur þriggja systkina en þau eru Ólöf, fædd 16.7. 1921, d. 19.8. 2006, bjó í Magnússkógum í Dalasýslu ásamt manni sínum og börnum og Trausti, fæddur 22.11. 1922, d. 19.7. 2001, bóndi á Hvalshöfða í Hrútafirði ókvæntur og barnlaus.</p> <p>Þorsteinn ólst upp á Efra-Núpi 1919-1921, en flutti ásamt foreldrum sínum og systur vorið 1921 að Oddsstöðum í Hrútafirði þar sem foreldrar hans bjuggu til dauðadags. Að lokinni barna- skólagöngu stundaði Þorsteinn nám í Héraðsskólanum á Reykjum veturna 1937-1938 og 1938-1939 og lauk prófi úr eldri deild.</p> <p>Árið 1952 kynnist Þorsteinn Aðalheiði Kristjánsdóttur, f. 28.1. 1921, d. 8.3. 1995, en hún hafði ráðið sig sem kaupa- konu hjá þeim bræðrum. Þau gengu í hjónaband 25.8. 1955. Eignuðust þau saman fjögur börn ...</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðiðinu 11. september 2010, bls. 34.</p>

Erindi

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

1 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
1979 HérVHún Fræðafélag 044 Vorvaka á Hvammstanga. Helgi Ólafsson kynnir Þorstein Jónasson frá Oddstöðum sem fer með frumsamdar Helgi Ólafsson og Þorsteinn Jónasson 41962

Tengt efni á öðrum vefjum

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 24.07.2015