Þorsteinn Jónasson 02.10.1919-25.08.2010

Þorsteinn var sonur hjónanna Arndísar Jónasdóttur, frá Húki, f. 1.9. 1893, d. 12.2. 1950, og Jónasar Ólafs Þorsteinssonar frá Hrútatungu, f. 21.11. 1872, d. 30.6. 1952.

Þorsteinn var elstur þriggja systkina en þau eru Ólöf, fædd 16.7. 1921, d. 19.8. 2006, bjó í Magnússkógum í Dalasýslu ásamt manni sínum og börnum og Trausti, fæddur 22.11. 1922, d. 19.7. 2001, bóndi á Hvalshöfða í Hrútafirði ókvæntur og barnlaus.

Þorsteinn ólst upp á Efra-Núpi 1919-1921, en flutti ásamt foreldrum sínum og systur vorið 1921 að Oddsstöðum í Hrútafirði þar sem foreldrar hans bjuggu til dauðadags. Að lokinni barna- skólagöngu stundaði Þorsteinn nám í Héraðsskólanum á Reykjum veturna 1937-1938 og 1938-1939 og lauk prófi úr eldri deild.

Árið 1952 kynnist Þorsteinn Aðalheiði Kristjánsdóttur, f. 28.1. 1921, d. 8.3. 1995, en hún hafði ráðið sig sem kaupa- konu hjá þeim bræðrum. Þau gengu í hjónaband 25.8. 1955. Eignuðust þau saman fjögur börn ...

Úr minningargrein í Morgunblaðiðinu 11. september 2010, bls. 34.

Erindi

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

1 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
1979 HérVHún Fræðafélag 044 Vorvaka á Hvammstanga. Helgi Ólafsson kynnir Þorstein Jónasson frá Oddstöðum sem fer með frumsamdar Helgi Ólafsson og Þorsteinn Jónasson 41962

Tengt efni á öðrum vefjum

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 24.07.2015