Ólafur Thorsteinsson (Ólafur Steingrímur Þorsteinsson Thorsteinsson) 11.05.1884-12.04.1963

<p>Í Heimskringlu 25. september 1946 birtist stutt grein um Ólaf:</p> <blockquote>Ólafur er fæddur í Fjarðarkoti í Mjóafirði, þann 11. maí 1884. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson og Ingibjörg Einarsdóttir. Fluttu þau til Ameríku árið 1886 og settust að á svo kölluðum Sandhæðum í Norður Dakota. Þaðan fluttu þau til Nýja Islands árið 1889 og tóku sér bólfestu þar sem Ólafur enn á heima.<br /> <br /> Þegar Ólafur var á tólfta ári var honum gefin fiðla. Tilsögn í fiðluspili fékk hann hjá Thorsteini Johnston, sem lengi var kennari í Winnipeg, og sömuleiðis hjá Geo Rutherford, sem einnig var kennari í Winnipeg.<br /> <br /> Kennari hans í píanóspili og "Theory" var Jónas Pálsson, og sagði Ólafur mér svo frá "að hann hafi verið sá bezti kennari sem hann hafi nokkurn tíma þekt".<br /> <br /> Síðan árið 1923 hefir hann haft aðal kenslustofu á Gimli, og þangað hafa prófdómarar komið á hverju ári frá Toronto Conservatory of Music, til að yfirheyra nemendurna.<br /> <br /> Á þessu tímabili hefir hann komið í gegnum mismunandi próf, fiðlu, píanó og theory, nálægt þrjú hundruð nemendum, og hefir enginn af nemendum hans fallið við próf.<br /> <br /> í hjáverkum hefir hann smíðað 19 fiðlur sem hafa reynst vel, og er það haft eftir fiðlu prófdómendum frá Toronto Conservatory of Music, að hann sé ef til vill bezti fiðlusmiður í Vestur Canada.</blockquote> <p>Íslendingabók.is segir um Ólaf:</p> <blockquote>Fór til Vesturheims 1886. Bóndi í Hólmi í nágrenni við Gimli, Manitoba, Kanada. Fiðlusmiður og tónlistarmaður, samdi lög. K1 vestra 1904: Kristín Andrésdóttir Skagfeld, f. 19.12.1885, d. 16.3.1930, dóttir Andrésar Jónssonar, f. 1855 og Steinunnar Þórarinsdóttur, f. 1860. K2 vestra: Þuríður Helga Bjarnadóttir, f. 18.1.1891, d. 1973, dóttir Bjarna Péturssonar, f. 1850 og Kristínar Þorleifsdóttur, f. 1855. Barn með Margréti Júlíönu Magnúsdóttur frá Krísuvík Halldórssonar: Guðbjörg, gift 1939 Hans Tærgesen á Gimli.</blockquote>

Tengt efni á öðrum vefjum

Bóndi , lagahöfundur , tónlistarkennari og tónlistarmaður
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 3.01.2018