Ásgeir Steingrímsson (Ásgeir Hermann Steingrímsson) 04.10.1957-

<p><strong>Foreldrar:</strong> Steingrímur Jón Birgisson, húsgagnasmíðameistari á Húsavík, f. 14. okt. 1924 á Húsavík, og k. h. Karitas Kristín Hermannsdóttir, verslunarmaður, f. 10. nóv. 1927 á Svalbarði, Ögurhr., N.-Ís., d. 5. ágúst 1994.</p> <p><strong>Námsferill:</strong> Gekk í Barna- og Gagnfræðaskóla Húsavíkur og lauk námi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1976; lauk námi frá Tónlistarskóla Húsavíkur 1973, blásarakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1978 og einleikaraprófi frá sama skóla 1979; lauk BM-prófi frá The Mannes College of Music í New York, Bandaríkjunum 1983.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Var trompetleikari hjá hljómsveitinni Galdrakörlum 1976-1979; stofnfélagi og trompetleikari í Hljómskálakvintettinum frá 1976; trompetleikari í hljómsveit Gunnars Þórðarsonar 1983-1986; Íslensku hljómsveitinni 1983-1986; tromperleikari&nbsp;við og við í hljómsveit Íslensku óperunnar frá 1983; lék í Stórsveit Ríkisúrvarpsins um skeið á 9. áratugnum; hefur verið trompetleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1985; kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík frá 1984 og Tónlistarskóla FÍH frá 1983; Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar 1983-1984 og Tónlistarskóla Keflavíkur frá 1988.</p> <p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 175-176. Sögusteinn 2000.</p>

Staðir

Menntaskólinn við Hamrahlíð Nemandi -1976
Tónlistarskóli Húsavíkur Tónlistarnemandi 1966-1973
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1979
Mannes háskóli í New York Háskólanemi -1983
Tónlistarskólinn í Reykjavík Trompetkennari 1984-
Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Trompetkennari 1983-
Tónskóli Sigursveins Trompetkennari 1983-1984
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Trompetkennari 1988-

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Galdrakarlar Trompetleikari 1976 1979
Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar Trompetleikari 1983-06 1986
Sinfóníuhljómsveit Íslands Trompetleikari 1985
Stórsveit Ríkisútvarpsins Trompetleikari 1987

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , nemandi , trompetkennari , trompetleikari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 3.02.2016