Bjarni Jónsson 1648-19.04.1685

Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla, líklega 1668. Nam við Hafnarháskóla frá hausti 1668 en kom út aftur 1670. Var í þjónustu Brynjólfs biskups Sveinssonar um tveggja ára skeið og síðan heyrari í Skálholti 1675-1680. Fékk uppreisn vegna barneignar 13. maí 1677 og vígðist 12. september 1680 aðstoðarprestur að Breiðabólstað í Fljótshlíð en fékk veitingu fyrir Melum 1683 og hélt þeim til dauðadags. Góður söngmaður, skrifari og hagleiksmaður.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 175-76.

Staðir

Breiðabólstaðarkirkja Rangárvöllum Aukaprestur 12.09.1680-1683
Melakirkja Prestur 1683-1685

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 13.07.2015