Gísli Einarsson 1621-1688

<p>Prestur. Stúdent úr Skálholtsskóla og fór til Hafnar og var í háskólanum þar í 5 ár og lagði sig einkum eftir stærð- og stjarnfræði. Varð heyrari í Skálholti og rektor þar 1651-1661. Hann var vel gefinn maður og þótti hinn liðlegasti kennari en fór illa með vín svo tvívegis urðu af hneykslismál. Honum var og kennt um brunann í Skálholti 1651. Komst í barneignarbrot á rektorsárum sínum. Hann fékk Helgafell 1661 og hélt til dauðadags.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 46-48. </p>

Staðir

Helgafellskirkja Prestur 1661-1668

Kennari , prestur og rektor
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 24.03.2015