Guðbrandur Stefánsson (Guðbrandur Stephensen) 1785-22.06.1857

Ólst upp á ýmsum bæjum í Kjós og á Kjalarnesi. Varð verslunarstjóri í Hafnarfirði, Keflavík og Hofsósi, en reisti síðan smiðju í Grafarósi á Höfðaströnd og lifði af smíðum sínum. Fór til Kaupmannahafnar 1844 og bjó síðar í Reykjavík. Hann varð þjóðkunnur fyrir að finna upp og smíða ýmis jarðyrkjuverkfæri, svo sem undirristuspaðann. Nefndur Stephensen í manntölunum 1816 og 1835.

Heimildir: Íslendingabók; Íslenskar æviskrár II, 113; Kristmundur Bjarnason: Sýslunefndarsaga Skagfirðinga I (1987) 275-276

Erindi


Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 16.04.2015