Hreinn Steingrímsson 27.11.1930-01.02.1998

Foreldrar Hreins voru hjónin Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmálastióri og síðar ráðherra, og Theodóra Sigurðardóttir. Hreinn lauk stúdentsprófi frá Mennaskólanum í Reykjavík 1950 en var meðfram menntaskólanum við nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann stundaði sðan nám við læknadeild Háskóla íslands veturinn 1950-1951. Haustið 1951 hélt hann utan til tónlistarnáms og dvaldi fyrst í París en síðar í Vínarborg. Hann kom alkominn til Íslands vorið 1958 og hóf þá að starfa í Landsbanka íslands, en þar starfaði hann til 1966. Þá var hann farinn að rannsaka rímnakveðskap og rímnalög og vann hann að mestu að rannsóknum á íslenskri tónlist eftir það.

Sambýliskona Hreins var Sigrún Gunnlaugsdóttir myndlistarkona og kennari. Þau slitu samvistir. Dóttir Hreins og Sigrúnar er Þóra Hreinsdóttir myndlistarkona og á hún þrjár dætur.

Úr minningargrein. Morgunblaðið 10. febrúar 1998, bls. 41.


Tengt efni á öðrum vefjum

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 31.08.2016