Pétur Þ. Ingjaldsson 28.01.1911-01.06.1996

<p>Prestur. Fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Að loknu stúdentsprófi 1933 ákvað hann að ganga í þjónustu kirkjunnar og helga henni starfskrafta sína. Því lá leið hans í guðfræðideild Háskóla Íslands en þaðan brautskráðist hann sem guðfræðingur 1938. Og enn vildi sr. Pétur nám sitt auka og lauk hann kennaraprófi frá Kennaraskólanum ári síðar. Hann vígðist til Höskuldsstaðaprestakalls í Húnavatnsprófastsdæmi, eftir að hafa um skeið gegnt aðstoðarþjónustu þar, hinn 15. júní árið 1941 og þessu prestakalli þjónaði hann alla tíð eða í rúm 40 ár uns hann lét þar af störfum fyrir 15 árum 1981. Sat hann framan af starfsævi á Höskuldsstöðum en hin síðari starfsárin var hann búsettur á Skagaströnd. Sr. Pétur var prófastur í Húnavatnsprófastsdæmi frá 1. nóv. 1968 og þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir <p>Mbl. 8. júní 1966</p>

Staðir

Höskuldsstaðakirkja Prestur 15.06.1941-1981

Kennari , prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 20.07.2016