Ásgeir Páll Ágústsson 26.09.1971-

Ásgeir Páll lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 2006. Aðalkennarar hans þar voru Guðmundur Jónsson og Bergþór Pálsson. Í kjölfarið stundaði hann framhaldsnám við Mozarteum í Salzburg undir leiðsögn Martha Sharp og starfaði síðan um skeið í Þýskalandi. Á meðal hlutverka sem hann hefur sungið eru Almaviva greifi í Brúðkaupi Fígarós, Papageno í Töfraflautunni, Gianni Schicchi í samnefndri óperu, Antonio/Taddeo í Pagliacci og Figaro í Rakaranum frá Sevilla. Hann hefur einnig sungið í tónleikauppfærslum á Íslandi, Austurríki og Þýskalandi, til dæmis í Carmina Burana, í óratoríunum Messías, Fauré Requiem, Mattheusarpassíunni og Jóhannesarpassíunni.

Ásgeir býr nú á Íslandi og starfar sem söngvari, söngkennari og útvarpsmaður, en er jafnframt mjög virkur á óperu- og söngleikjasviðinu í Þýskalandi.

- - - - -

Ásgeir Páll Ágústsson baritone has been performing as a professional opera-, musical-, and concert singer since 2007. His repertoire includes the roles of Graf Almaviva (Die Hochzeit des Figaro), Papageno (Die Zauberflöte), Gianni Schicchi (Gianni Schicchi), Falke (Die Fledermaus), Plunkett (Martha), Antonio/Taddeo (Pagliacci) and Figaro (Der Barbier von Sevilla). He has also taken part in concert performances such as: Messiah, Johannes-Passion, Matthäus-Passion, Carmina Burana, Mozart's Requiem and Fauré Requiem.

Ásgeir studied singing at the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts and the Mozarteum in Salzburg with prof. Martha Sharp. Currently he makes his living as a singer, radio moderator, a manager and vocal teacher in Iceland but is still very active in the opera and the musical scene in Germany.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – tónleikaskrá 4. ágúst 2015.

Staðir

Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -2006
Mozarteum tónlistarháskólann í Salzburg Háskólanemi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, söngkennari, söngvari, tónlistarnemandi og útvarpsmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 12.08.2015