Benedikt Sveinsson 28.10.1764-13.07.1839

Prestur. Stúdent 1784 frá Skálholtsskóla með ágætum vitnisburði. Varð djákni í Odda 1786 en sleppti því embætti 1787. Fékk veitingu fyrir Vogsósum 12. janúar 1790, fékk Hraungerði vorið 1801 og var þar til dauðadags. Hann var gáfumaður, hagleiksmaður mikill en en ekki búmaður, prúðmannlegur í framkomu og hegðun allri. Talinn með merkustu prestum.

Staðir

Strandarkirkja Prestur 12.01.1790-1801
Hraungerðiskirkja Prestur 1801-1839

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 23.05.2014