Anna Halldórsdóttir 21.04.1970-

<p>Anna er menntaður sagnfræðingur. Hún stimplaði sig rækilega inn í íslenskt tónlistarlíf árið 1996 með plötunni Villtir morgnar. Platan sem geymir efni eftir Önnu að undanskildu ljóði Steins Steinarr, Blóð, þótti góð og fékk almennt jákvæðar viðtökur. Fyrir tilstilli plötunnar var hún kosin bjartasta vonin á hátíð Íslensku tónlistarverðlaunanna þetta ár. Hún var líka fengin til að hita upp á tónleikum Sting í Laugardalshöllinni. Tveim árum síðar kom svo út platan Undravefurinn sem ekki þótti síðri og líkt og á fyrri plötunni átti hún bæði lög og texta en fékk nú þá Birgi Baldursson og Orra Harðarson til að annast útsetningar.</p> <p align="right">Bárður Örn Bárðarson. Tónlist.is (desember 2013).</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Lagahöfundur , sagnfræðingur , söngkona og textahöfundur
Ekki skráð

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 15.07.2014