Árni Helgason 27.10.1777-14. 12 1869
<p>Prestur. Stúdent 1799 frá Reykjavíkurskóla. Nam við Hafnarháskóla lauk þaðan m.a guðfræðiprófi og málfræðiprófi. Fékk gullpening háskólans fyrir úrlausn í guðfræðispurningum. Varð styrkþegi Árnastofnunar. Fékk Vatnsfjörð 22. mars 1808 en komst ekki út fyrr en ári síðar og hélt þar aðstoðarprest en sinnti því aldrei sjálfur. Fékk Reynivelli 24. október 1810, dómkirkjuprestsembættið 27. maí 1814. Varð prófastur í Kjalarnesþingi 1821-1856 er hann sagði því lausu. Gegndi biskupsembætti 21. september 1823 til 14. maí 1825. Fékk Garða á Álftanesi 27. október 1825 og bjó þar til dauðadags. Gegndi biskupsembættinu í annað sinn 14. júní 1845 til 2. september 1846. Fékk lausn frá prestskap 1858. Stiftprófastur að nafnbót. Dannebrogsmaður, heiðursfélagi hins íslenska bókmenntafélags. Varaþingmaður o.fl.</p>
<p align="right">Heimild: Prestatal og prófasta eftir Svein Níelsson og dr. Hannes Þorsteinsson, bls. 97, 150</p>
Staðir
Reynivallakirkja | Prestur | 24.10. 1810-1814 |
Dómkirkjan | Prestur | 27. 05. 1814 -1821 |
Kjalarnesprófastsdæmi | Prófastur | 30. 07. 1821 -1856 |
Biskup | 21. 09. 1823 -14. 05. 1825 | |
Garðar | Prestur | 13. 10. 1826-1845 |
Vatnsfjarðarkirkja | Prestur | 22.03.1808-1810 |
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 21.01.2019