Jón Ásgeirsson (Jón Gunnar Ásgeirsson) 11.10.1928-

<p>Jón stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, þar sem aðalkennarar hans voru Árni Kristjánsson, dr. Victor Urbancic og Jón Þórarinsson. Að loknu námi við Tónlistarskólann stundaði hann framhaldsnám við Konunglega skoska tónlistarskólann í Glasgow og Guildhall tónlistarskólann í London. Auk tónsmíða hefur Jón stundað kennslustörf, lengst af við Kennaraháskóla Íslands en hann var skipaður prófessor í tónlist, 1996.</p> <p>Jón Ásgeirsson sótti í fyrstu verkum sínum, Þjóðvísu, Lilju og Fornum dönsum efnivið til íslenskra þjóðlaga, en einnig liggja eftir hann ótal þjóðlagaútsetningar hans ýmist fyrir hljóðfærahópa eða kóra, og hafa kórútsetningar hans öðlast sérstakan sess meðal íslenskra kórbókmennta. Meðal helstu verka Jóns eru óperurnar Þrymskviða og Galdra-Loftur, ballettinn Blindisleikur, Sjöstrengjaljóð fyrir strengjasveit og konsert fyrir selló og horn. Meðal sönglaga Jóns má nefna lagaflokkinn Svartálfadans og lög Jóns úr leikgerð sögu Halldórs Laxness Húsi skáldsins, Maístjörnuna, Vorvísu og Hjá lygnri móðu. Óperan Galdra-Loftur, sem byggð er á samnefndu leikriti Jóhanns Sigurjónssonar var frumflutt á Listahátíð í Reykjavík 1996, og er nú unnið að útgáfu hennar á geisladiski.</p> <p>Jón var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur 1996.</p> <p align="right">Af FaceBook síðu Jóns – 3. nóvember 2013.</p>

Staðir

Tónlistarkennari 1956-1958
Kennaraháskóli Íslands Prófessor 1996-
Tónskóli Neskaupstaðar Skólastjóri 1956-1958

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðrasveit verkalýðsins Stjórnandi 1955 1956
Lúðrasveit verkalýðsins Stjórnandi 1958 1962

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Kórstjóri , prófessor , skólastjóri , söngkennari , tónlistarkennari og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 21.04.2019