Skafti Árnason 09.1720-03.03.1782

Prestur. Lenti í þjófnaðarmáli í Hólaskóla og varð ekki stúdent þaðan. Varð af því mikil rekistefna en konungur gaf honum uppsakir 1746. Fór uta og skráði sig í Hafnarháskóla og fékk konungsleyfi til þess að vera prestur, brot hans var talið æskubrek. Vígðist aðstoðarprestur föður síns í Sauðanesi19. júlí 1750, fékk Hof í Vopnafirði 1757 og hélt til æviloka. Þjónaði og Möðrudal síðustu árin. Eftir hann liggur dagbók eða ferðasögubrot í Landsbókasafninu.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 284-85.

Staðir

Hofskirkja í Vopnafirði Prestur 1757-1782
Sauðaneskirkja Aukaprestur 19.07.1750-1757

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 6.11.2017