Vigfús Jónsson 1736-29.09.1786
<p>Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1758. Tók guðfræðipróf í Höfn 1763 og vígðist 24. apríl 1764 aðstoðarprestur í Miklaholti og fékk prestakallið eftir hann 26. maí 1778 og hélt það til æviloka. Hann þótti góður kennari. Árið 1770 var prentað í Kaupmannahöfn ágrip af barnalærdómi Pontoppídans handa tornæmum börnum, er séra Vigfús hafði samið, Vigfúsarspurningar, en með bréfi kirkjustjórnarráðsins 26. mars 1772 (Lovs. for Isl. III, 744) var bannað að láta börn læra það.</p>
<p>Heimild: Guðfræðingatal, Hannes Þorsteinsson, Gutenberg 1907 - 1910.</p>
Staðir
Miklaholtskirkja | Aukaprestur | 24.04. 1764-1778 |
Miklaholtskirkja | Prestur | 26.05. 1778-1786 |
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.10.2014