Vigfús Jónsson 1736-29.09.1786

<p>Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1758. Tók guðfræðipróf í Höfn 1763 og vígðist 24. apríl 1764 aðstoðarprestur í Miklaholti og fékk prestakallið eftir hann 26. maí 1778 og hélt það til æviloka. Hann þótti góður kennari. Árið 1770 var prentað í Kaup­mannahöfn ágrip af barnalærdómi Pontoppí­dans handa tornæmum börnum, er séra Vig­fús hafði samið, Vigfúsarspurningar, en með bréfi kirkjustjórnarráðsins 26. mars&nbsp;1772 (Lovs. for Isl. III, 744) var bannað að láta börn læra það.</p> <p>Heimild: Guðfræðingatal, Hannes Þorsteinsson, Gutenberg 1907 - 1910.</p>

Staðir

Miklaholtskirkja Aukaprestur 24.04. 1764-1778
Miklaholtskirkja Prestur 26.05. 1778-1786

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.10.2014