Hannes Arnórsson -18.12.1851

Prestur fæddur um 1800. Stúdent 1820. Vígðist aðstoðarprestur í Ögurþingum 13. október 1824. Fluttist frá Ögri, þar sem hann bjó, til föður síns að Vatnsfirði og varð aðstoðarprestur hans 1829 til 1841, fékk Stað í Grunnavík 13. mars 1841 og hélt til æviloka. Hann var vel að sér og hagmæltur, raddmaður góður, hvers manns hugljúfi. Vegna áfengisneyslu flæmdist hann úr Ögri til föður síns.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 303-4.

Staðir

Ögurkirkja Aukaprestur 13.10.1824-1829
Vatnsfjarðarkirkja Aukaprestur 10.02.1829-1841
Staðarkirkja í Grunnavík Prestur 13.03.1841-1851

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.08.2015