Snæbjörn Þorvarðarson -27.12.1789

Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1737. Varð djákni í Viðey 1744 og vígðist sem aðstoðarprestur í Seltjarnarnesþingum 19. júní 1746, fékk síðan Lund 1769 en sagði af sér 2. október 1789 frá og með næstu fardögum en andaðist áður en til þess tíma kom. Virðist hafa verið talinn lítill kennimaður af yfirboðurum sínum enda drykkfelldur og misjafnlega kynntur og einnig var hann sektaður af biskupi fyrir hirðuleysi í barnafræðslu.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 311-12.

Staðir

Dómkirkjan Aukaprestur 19.06.1746-1769
Lundarkirkja Prestur 1769-1789

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 21.08.2014