Þórhallur Höskuldsson 16.11.1942-07.10.1995

<p>Prestur. Stúdent frá MA 1962. Cand. theol. frá HÍ 4. október 1968. Nám í uppeldisfræði við HÍ 1967-68. Sótti námskeið á Norðurlöndum um safnaðarstarf og safnaðaruppbyggingu. Veittir Möðruvellir í Hörgárdal 13. nóvember 1968 frá 1. sama mánaðar og vígður 17. sama mánaðar. Skipaður sóknarprestur á Akureyri frá 15. júní 1982 og gegndi því til æviloka. Stundakennari við Barnaskóla Akureyrar og Oddeyrarskóla og skólastjóri Grunnskóla Arnarneshrepps í forföllum skólastjóra.</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 924-25 </p>

Staðir

Möðruvallakirkja í Hörgárdal Prestur 13.11. 1968-1982
Akureyrarkirkja Prestur 15.06. 1982 -1995

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.01.2019