Ásgeir Jónsson 09.02.1779-13.11.1835

Prestur. Stúdent frá Reykjavíkurskóla 1800. Vígðist aðstoðarprestur föður síns að Holti í Önundarfirði 2. september 1804 og tók við prestakallinu eftir lát hans, 1810, og hélt þar til hann fékk Brjánslæk 2. apríl 1816. Var prófastur eftir föður sinn til 1816. Varð einnig prófastur í Barðastrandarsýslu 1820 og fékk Holt í Önundarfirði 30. ágúst 1821 og var aftur skipaður prófastur þar og hélt hvoru tveggja til dauðadags. Drukknaði í Holtsvöðum. Hann var gáfumaður, kennimaður góður, hraustur og harðger an allmjög drykkfelldur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 92-93.

Staðir

Holtskirkja Aukaprestur 02.09.1804-1810
Holtskirkja Prestur 1810-1816
Brjánslækjarkirkja Prestur 02.04.1816-31.07.1821
Holtskirkja Prestur 30.08.1821-1835

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 16.07.2015