Hákon Bjarnason 24.04.1987-

<p>Hákon hóf píanónám við 9 ára aldur. Helstu kennarar hans voru Jónas Sen í Nýja Tónlistarskólanum og Halldór Haraldsson við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Hákon útskrifaðist með B.Mus. gráðu frá Listaháskólanum vorið 2008 og hlaut hæstu einkunn fyrir útskriftartónleika sína. Þá um haustið flutti Hákon til Berlínar og sótti einkatíma hjá Jürgen Schröder og síðar Klaus Bässler. Í haust hefur Hákon nám við Konservatoríið í Amsterdam þar sem aðalkennari hans verður Marcel Baudet.</p> <p>Í október 2009 vann Hákon píanókeppni Íslandsdeildar EPTA í efsta aldursflokki. Í kjölfarið tók Ríkisútvarpið upp þrjú verk í flutningi hans og útvarpaði á nýársdag 2010. Tvo yngri flokka keppninnar hafði hann unnið árin 2000 og 2003. Hákon var einn sigurvegara í keppni Listaháskólans og Sinfóníuhljómsveitar Íslands Ungir einleikarar 2007 og hlotnaðist að leika fyrsta píanókonsert Prokofjeffs með hljómsveitinni í janúar 2008.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 31. ágúst 2010.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Píanóleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.02.2014