Engilbert Jónsson 09.11.1747-11.02.1820

<p>Stúdent frá Skálholtsskóla 1767. Varð djákni í Hítardal 1768 og vígðist aðstoðarprestur á Ólafsvöllum og fékk það prestakall að fullu 13. apríl 1774. Fékk Lund 10. febrúar 1790 og Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 1815 og hélt til dauðadags. Hann var þrálátur, óróagjarn og komst oft í málaferli, drykkfelldur og mjög búralegur í háttum. Hins vegar var hann mjög vel að sér, lærði hebresku og varð vel fær í henni. Hann byrjaði samningu orðabókar sem náði yfir latnesku, ensku, íslensku, frönsku og þýsku. Því miður glataðist hún. Einn mesti snilldarskrifari sinnar tíðar.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 431-2. </p>

Staðir

Ólafsvallakirkja Aukaprestur 11.10.1772-1774
Ólafsvallakirkja Prestur 1774 -1790
Lundarkirkja Prestur 1790-1815
Hallgrímskirkja í Saurbæ (Hvalfjarðarströnd) Prestur 1815-1820

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 18.06.2014