Stefán Hansson 18.09.1793-26.10.1869

Stúdent frá Bessastaðaskóla 1814 með góðum vitnisburði. Missti rétt til prestskapar vegna barneigna en fékk uppreisn æru 12. nóvember 1817. Vígður aðstoðarprestur sr. Ara Skordal í Stað í Aðalvík og fékk það prestakall eftir hans dag. Fékk Fljótshlíðarþing 9. júní 1842 og lét þar af preststörfum. Þótti daufur kennimaður en kunnur að stillingu og ráðvendni.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 323.

Staðir

Staðarkirkja í Aðalvík Aukaprestur 17.05.1829-1832
Staðarkirkja í Aðalvík Prestur 08.05.1832-1842
Eyvindarmúlakirkja Prestur 09.06.1842-1855

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 21.01.2014