Stefán Þorleifsson 06.12.1720-22.04.1797

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla. Varð um hríð sýsluskrifari en vígðist 13. janúar 1743 aðstoðarprestur Jóns Þorvaldssonar á Presthólum. Fékk Presthóla 1749 er sr. Jón hætti og sagði af sér 2. desember 1793 og lét af prestskap 1794. Hann var prófastur í Norður-Þingeyjarþingi 1768-80. Var gáfumaður mikill og vel skáldmæltur, skörungur og og búmaður. Fékk verðlaun fyrir rófnarækt og hleðslu matjurtagarða 1784 frá landbúnaðarfélagi Dana. Missti allt sitt í harðindunum 1784.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 341.

Staðir

Presthólakirkja Aukaprestur 13.01.1743-1749
Presthólakirkja Prestur 1749-1793

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 1.11.2017