Ólafur Einarsson 1737-05.06.1828

<p>Prestur. Stúdent frá Skálholti 1761 missti prestskap með of bráðri barneign með konu sinni sem síðar varð. Fékk greiðlega uppreisn. V'igðist apstoðarprestur í Saurbæjarþingum 20. maí 1766, fékk Skarðsþing 2. júní 1768 og varð prófastur í Dalasýslu 26. júlí 1768. Fékk Álftamýri 18. ágúst 1800 og lét þar af störfum vorið 1817 og fluttist að Ytra-Hjarðardal og andaðist þar. Var vel að sér og vel látinn.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 38. </p>

Staðir

Staðarhólskirkja Aukaprestur 20.05.1766-1768
Skarðskirkja Prestur 02.06.1768-1800
Álftamýrarkirkja Prestur 18.08.1800-1817

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 24.04.2015