Helgi Benediktsson 15.10.1759-12.03.1820

Prestur. Stúdent 1784 með lofsamlegum ummælum. Varð djákni á Grenjaðarstöðum 1785, fékk Svalbarð 25. mars 1786, fékk Stærri-Árskóg 25. júlí 1791 , fékk Mývatnsþing 17. apríl 1809 og loks Húsavík 6. júlí 1814 og hélt til æviloka. Hann var undarlegur í háttum og eru þjóðsagnir um hann. Hann var jafnan fátækur, vel gáfaður, skáldmæltur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 330-331.

Staðir

Svalbarðskirkja Prestur 25.03.1786-1791
Stærri-Árskógskirkja Prestur 25.07.1791-1809
Skútustaðakirkja Prestur 17.04.1809-1814
Húsavíkurkirkja Prestur 06.07.1814-1820

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 29.09.2017