Arnljótur Sigurðsson 23.6.1912-15.5.2001

Arnljótur Sigurðsson fæddist að Arnarvatni, Mývatnssveit 23. júní 1912. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 15. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, f. 25. ágúst 1898, d. 24. febrúar 1949 og Málmfríður Sigurðardóttir, f. 15. júní 1878, d. 15. ágúst 1916. Alsystkin Arnljóts voru: Freydís, f. 11. apríl 1903, látin. Jón, f. 19. janúar 1905, látinn. Ragna, f. 19. mars 1906, látin. Heiður, f. 24. desember 1909, látin. Huld, f. 20. október 1913. Sverrir, f. 4. febrúar 1916, látinn. Systkin samfeðra: Þóra, f. 16. febrúar 1920. Arnheiður, f. 25. mars 1921. Jón, f. 26. september 1923. Málmfríður, f. 30. mars 1925. Eysteinn Arnar, f. 6. október 1927.

Eftirlifandi kona Arnljóts er Vilborg Friðjónsdóttir, f. 28. janúar 1925 á Bjarnastöðum, Mývatnssveit. Þeirra börn eru: 1) Örlygur, f. 20. desember 1950, k. Anna Ólafsdóttir, f. 30. nóvember 1954, börn þeirra eru: dóttir, f. 23. febrúar 1972, látin; Hrafnhildur, f. 9. október 1974, sambýlismaður Guðmundur Hreinn Sveinsson, f. 4. apríl 1968, sonur þeirra er Hlynur, f. 22. júní 1998; Arnþór, f. 16. júní 1979; Erlingur, f. 16. júní 1979; og Einar, f. 8. júlí 1988. 2) Ingigerður, f. 27. febrúar 1959, m. Jóhann Böðvarsson, f. 2. október 1957, börn þeirra eru Jóhanna Björg, f. 13. september 1985; Arnljót Anna, f. 3. mars 1991; og Friðjón, f. 1. júní 1992. 3) Kolbjörn f. 2. mars 1960.

Arnljótur gekk í farskóla í Mývatnssveit og Bændaskólann á Hvanneyri. Hann stundaði búskap á Arnarvatni alla sína ævi.

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 23. maí 2001, bls. 38.

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

20 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
30.07.1986 SÁM 93/3526 EF Reimleikar á Arnarvatni. Í gestastofunni gekk mikið á, heyrðust högg, skyggnir menn sáu eitthvað. Ei Arnljótur Sigurðsson 42167
30.07.1986 SÁM 93/3526 EF Mývatnsskotta eða Arnarvatnsskotta. Gerði m.a. Illuga skáld í Neslöndum hálf-geðveikan. Stundum í fy Arnljótur Sigurðsson 42168
30.07.1986 SÁM 93/3526 EF Kenning Arnljóts um upptök reimleikanna á Arnarvatni: Telur að þeir hafi staðið í sambandi við skapm Arnljótur Sigurðsson 42169
30.07.1986 SÁM 93/3526 EF Um Kolbeinskussu. Fólk þóttist heyra í henni á undan vissu fólki, sem hún átti að fylgja. Segir af s Arnljótur Sigurðsson 42170
30.07.1986 SÁM 93/3526 EF Mannskaðar í Laxá og á Mývatni, spurt um afturgöngur. Arnljótur Sigurðsson 42171
30.07.1986 SÁM 93/3526 EF Sr. Hallgrímur Guðmundsson á Arnarvatni varð úti skammt ofan við bæinn. Menn þóttust oft sjá mann ga Arnljótur Sigurðsson 42172
30.07.1986 SÁM 93/3526 EF Sögn af höfuðlausa drengnum: Drukknaði í Laxá, fylgdi vissu fólki í sveitinni, ákveðinni ætt. Sást s Arnljótur Sigurðsson 42173
30.07.1986 SÁM 93/3526 EF Mágar drukknuðu í Laxá þegar þeir voru við fyrirdrátt norðan við Rif (Stefán Helgason og Guðni). Eng Arnljótur Sigurðsson 42174
30.07.1986 SÁM 93/3526 EF Hallgrímur stóri og Andrés í Máskoti urðu úti á leiðinni milli Máskots og Brettingsstaða. Heitir Hal Arnljótur Sigurðsson 42175
30.07.1986 SÁM 93/3526 EF Sigurlaug, kölluð Litla-Silla, varð úti. Eignaðist barn með bóndanum á Brettingsstöðum. Saga af því Arnljótur Sigurðsson 42176
30.07.1986 SÁM 93/3527 EF Samtöl eldri kvenna um ættir fólks og ættartöl. Arnljótur Sigurðsson 42177
30.07.1986 SÁM 93/3527 EF Bændarímur. Jón Þorsteinsson á Arnarvatni orti nokkuð af slíkum vísum, en ekki skipulega um alla bæn Arnljótur Sigurðsson 42178
30.07.1986 SÁM 93/3527 EF Vísa um Pétur á Gautlöndum: Fyrst skal telja Pétur vorn. Arnljótur Sigurðsson 42179
30.07.1986 SÁM 93/3527 EF Eyðibýli í Mývatnssveit: Sveinsströnd (milli Liststrandar og Gautlanda), var stórbýli, þar bjó Árni Arnljótur Sigurðsson 42180
30.07.1986 SÁM 93/3527 EF Heiðarbýlin stofnuðu ungmennafélag. Sagt frá ábúendum þar. Margir hagyrðingar og mikið um ljóðagerð. Arnljótur Sigurðsson 42181
30.07.1986 SÁM 93/3527 EF Baldvin Jónatansson á Víðaseli var afskaplega hagmæltur. Frændurnir Helgi Jónsson í Holti og Helgi Á Arnljótur Sigurðsson 42182
30.07.1986 SÁM 93/3527 EF Sagt frá Sigmundi í Belg, sem var sagður kraftaskáld, mun hafa fengist eitthvað við Mývatnsskottu. Arnljótur Sigurðsson 42183
30.07.1986 SÁM 93/3527 EF Loðsilungar og öfuguggar. Fólk í Haganesi mun hafa dáið af loðsilungsáti. Arnljótur Sigurðsson 42184
30.07.1986 SÁM 93/3527 EF Mikið um silungsveiðar í Mývatnssveit, mikið til af sérstökum orðaforða tengt því. Arnljótur Sigurðsson 42185
30.07.1986 SÁM 93/3527 EF Spurt um þulur, þeim hefur Arnljótur öllum gleymt. Talar um þegar hann lærði að lesa og um kvæði sem Arnljótur Sigurðsson 42186

Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014