Þórarinn Jónsson 1671 um-13.01.1751

Prestur. Stúdent 1691 frá Hólaskóla. Varð djákni að Munkaþverá 1692, vígðist 30. nóvember 1696 prestur í Stærri-Árskógi, fékk Grímsey 1711 en flúði þaðan 1718, fékk Nes 1718 og lét þar af prestskap í leyfisleysi 1736 og skildi illa við, fór Trékyllisvíkur en andaðist að Moldhaugum.Mun hafa verið lítill búhöldur, fékkst við lækningar.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 73.

Staðir

Stærri-Árskógskirkja Prestur 30.11.1696-
Miðgarðakirkja Prestur 1711-1718
Neskirkja Prestur 1718-1736

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.08.2017