Jón Sveinsson 1731-05.08.1810

Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1755. Vígðist aðstoðarprestur á Prestbakka í Hrútafirði 12. september 1756 og fékk það prestakall 4. maí 1757. Fékk Garpsdal 1771, Stað í Steingrímsfirði 20. maí 1780 og sagði þar af sér prestskap 28. febrúar 1798. Var kosinn prófastur í Strandasýslu 1781-1791. Þótti góður kennimaður, merkismaður, hagorður pg vel metinn.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 283.

Staðir

Prestbakkakirkja Aukaprestur 12.09.1756-1757
Prestbakkakirkja Prestur 04.05.1757-1771
Garpsdalskirkja Prestur 1771-1780
Staðarkirkja í Staðardal, Steingrímsfirði Prestur 20.05.1780-1798

Aukaprestur, prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 29.04.2015