Daði Halldórsson 1638-1721

Fæddur um 1638. Vígður 28. júlí 1661 aðstoðarprestur hjá föður sínum í Hruna en missti prestskap 1662 vegna barneignar með Ragnheiði biskupsdóttur. Þjónaði Reykjadal frá 1667 í umboði föður síns. Fékk uppreisn æru 1667 er skyldi þó aðeins gilda í Hólabiskupsdæmi. Framhjá því var gengið og fékk sr. Daði Steinsholt 1671 og hélt til 1717. Hann var ásjálegur maður, gáfaður og skáldmæltur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 44.

Staðir

Hrunakirkja Aukaprestur 28.07.1661-1662
Steinsholtskirkja Prestur 1671-1717

Tengt efni á öðrum vefjum

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 3.03.2014