Björn Hallason 1734 um-19.03.1820

Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1759. Fékk Stöð 14. október 1761, fékk Þingmúla 5. september 1767, Kolfreyjustað 20. desember 1787 en lét af störfum vegna heilsuleysis 12. júní 1800. Honum batnaði aftur og þjónaði Stöð mestallt árið 1802. Sótti aftur um Kolfreyjustað og fékk þrátt fyrir andmæli biskups sem vildi yngri mann en sá treystist ekki til ferðarinnar svo hann var settur frá 1803 til 1809. Björn var settur 1813-15 vegna staðarpresturinn andaðist. Björn var tali n vel gefinn og hraustmenni.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 218.

Staðir

Þingmúlakirkja Prestur 05.09.1767-1787
Kolfreyjustaðarkirkja Prestur 20.12.1787-1800
Stöðvarfjarðarkirkja Prestur 14.10.1761-1767
Stöðvarfjarðarkirkja Prestur 1802-1802
Kolfreyjustaðarkirkja Prestur 25.09.1803-1809
Kolfreyjustaðarkirkja Prestur 1813-1815

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 24.05.2018