Eyþór Arnalds 24.11.1964-

Eyþór fæddist í Reykjavík og ólst upp í Árbæjarhverfi til 1976 og síðan í Vestmannaeyjum. Hann var í Árbæjarskóla og Hagaskóla, stundaði nám við MH og lauk þaðan stúdentsprófi 1984.

Eyþór byrjaði að læra á blokkflautu fimm ára hjá einkakennara, lærði á fiðlu við Tónskóla Sigursveins frá sex ára aldri, lærði á trompet frá níu ára aldri, lærði síðan á selló hjá Gunnari Kvaran frá 16 ára aldri og lauk burtfararprófi í sellóleik 1988 og lokaprófi í tónsmíðum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1988 en lokaverkefni hans var flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Eyþór var í lögfræði við HÍ um skeið, lauk MBA-prófi frá HR og hefur stundað nám við stjórnendaskóla Harvard Business School.

Eyþór söng með hljómsveitinni Tappi Tíkarrass 1978-81 ásamt með Björk Guðmundsdóttur, Eyjólfi Jóhannessyni og Jakobi Smára Magnússyni meðal annars í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík, lék með hljómsveitinni Todmobile 1989-93 ásamt Þorvaldi B. Þorvaldssyni og Andreu Gylfadóttur. Hljómsveitin kom með nýjan tón í innlendri popptónlist þess tíma, var afar vinsæl, kom fram víða um land og sendi frá sér fjórar hljómplötur. Hún kom aftur saman árið 2003, ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Eyþór samdi mörg lög á þessum árum og stjórnaði upptökum á hljómplötum ýmissa listamanna.

Morgunblaðið 24. nóvember 2014, bls. 22-23.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Tappi Tíkarrass Söngvari 1981 1982
Todmobile Söngvari, Sellóleikari og Lagahöfundur 1988 1993
Todmobile Söngvari, Sellóleikari og Lagahöfundur 2003 2011

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Lagahöfundur og sellóleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.06.2016