Eyþór Arnalds 24.11.1964-

<p>Eyþór fæddist í Reykjavík og ólst upp í Árbæjarhverfi til 1976 og síðan í Vestmannaeyjum. Hann var í Árbæjarskóla og Hagaskóla, stundaði nám við MH og lauk þaðan stúdentsprófi 1984.</p> <p>Eyþór byrjaði að læra á blokkflautu fimm ára hjá einkakennara, lærði á fiðlu við Tónskóla Sigursveins frá sex ára aldri, lærði á trompet frá níu ára aldri, lærði síðan á selló hjá Gunnari Kvaran frá 16 ára aldri og lauk burtfararprófi í sellóleik 1988 og lokaprófi í tónsmíðum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1988 en lokaverkefni hans var flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands.</p> <p>Eyþór var í lögfræði við HÍ um skeið, lauk MBA-prófi frá HR og hefur stundað nám við stjórnendaskóla Harvard Business School.</p> <p>Eyþór söng með hljómsveitinni Tappi Tíkarrass 1978-81 ásamt með Björk Guðmundsdóttur, Eyjólfi Jóhannessyni og Jakobi Smára Magnússyni meðal annars í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík, lék með hljómsveitinni Todmobile 1989-93 ásamt Þorvaldi B. Þorvaldssyni og Andreu Gylfadóttur. Hljómsveitin kom með nýjan tón í innlendri popptónlist þess tíma, var afar vinsæl, kom fram víða um land og sendi frá sér fjórar hljómplötur. Hún kom aftur saman árið 2003, ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands.</p> <p>Eyþór samdi mörg lög á þessum árum og stjórnaði upptökum á hljómplötum ýmissa listamanna.</p> <p align="right">Morgunblaðið 24. nóvember 2014, bls. 22-23.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Tappi Tíkarrass Söngvari 1981 1982
Todmobile Söngvari , Sellóleikari og Lagahöfundur 1988 1993
Todmobile Söngvari , Sellóleikari og Lagahöfundur 2003 2011

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Lagahöfundur og sellóleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.06.2016