Einar Þorsteinsson 21.02.1633-09.10.1696
<p>Prestur, biskup. Stúdent frá Hólaskóla 1649. Var eitt ár djákni á Reynistað, fór utan með Henrik Bjelke og var tvö ár i hans þjónustu en skráður var hann í Hafnarháskóla 1652, var þar tvö ár og útskrifaðist attestatus Kom til landsins sama ár og varð heyrari í Hólaskóla í tvö til tvö og hálft ár og rektor í þrjú til þrjú og hálft ár. Fékk Múla 4. júní 1662 og fékk biskupsembættið á Hólum 30. janúar 1692 og hélt því til dauðadags. Hann var talinn vel að sér í andlegum efnum sem veraldlegum , glaðlyndur og gestrisinn, stjórnsamur og auðgaðist vel og vel látinn.Prestastefnu- og vitaziubækur hans eru varðveittar á Þjóðskjalasafninu.</p>
<p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 395-96. </p>
Staðir
Múlakirkja í Aðaldal | Prestur | 04.06.1660-1692 |
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.10.2017