Jón Sigurðsson 11.12.1747-09.06.1796

<p>Prestur. Var í Skálholtsskóla og síðar Hróarskelduskóla, stúdent 1767. Skráðist í háskólann í Höfn og tók BA í heimspeki og guðfræðipróf 1772. Fékk Stað í Grunnavík 28. september 1773, Arnarbæli 15. júlí 1779 og Holt í Önundarfirði 1. ágúst 1783. Hann drukknaði í árósi skammt frá Holti. Talinn vel að sér, enginn raddmaður búhöldur góður enda nokkuð efnaður, greiðamaður mikill, mikill maður vexti og burðamaður, drykkjumaður mikill og þá hávaðasamur en ella oftast stilltur.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 264-5. </p>

Staðir

Staðarkirkja í Grunnavík Prestur 28.09. 1773-1779
Arnarbæliskirkja Prestur 15.07. 1779-1783
Holtskirkja Prestur 01.08. 1783-1796

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 18.08.2015