Siguróli Geirsson 19.05.1950-20.09.2001

<p>Siguróli útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1975 með tónmennta- og blásarakennarapróf. Einnig stundaði hann nám við Tónskóla þjóðkirkjunnar undir leiðsögn dr. Róberts A. Ottóssonar og Ortulfs Prunner. 1989 til 1990 var Siguróli við framhaldsnám við tónlistarskólann í Hamborg og sótti orgeltíma hjá prof. G. Dickel. Siguróli kenndi tónmenntir og hljóðfæraleik við ýmsa skóla á ferli sínum, stjórnaði lúðrasveitum og kórum, s.s. Æskulýðskór Keflavíkurkirkju, Selkórnum, Karlakór Keflavíkur, Karlakórnum Þröstum, Frímúrarakórnum auk barna- og kirkjukóra. Hann hóf feril sinn sem organisti við Njarðvíkurkirkjur og síðar við Keflavíkurkirkju eftir að faðir hans lét af störfum. Kór Keflavíkurkirkju söng inn á hljómplötu undir stjórn Siguróla og kom platan út árið 1988. Hann útsetti mikið af tónlist fyrir hljóðfæraleikara og kóra auk þess að semja tónlist. Í nýjustu útgáfu sálmabókar ísl. Þjóðkirkjunnar er lag eftir Siguróla við sálm dr. Sigurbjörns Einarssonar. Árið 1990 tók Siguróli við stöðu skólastjóra Tónlistarskólans í Grindavík, auk söngstjóra- og organistastöðu við Grindavíkurkirkju, en þeim störfum gegndi hann þar til hann varð fyrir hörmulegu slysi 20. desember 1998.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 28. september 2001, bls. 32.</p>

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

3 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
14.06.1992 SÁM 93/3637 EF Tónlist á sjómannadaginn í Grindavík og tónlistarlíf Siguróli Geirsson 37675
14.06.1992 SÁM 93/3638 EF Tónlist á sjómannadaginn í Grindavík og tónlistarlíf Siguróli Geirsson 37676
14.06.1992 SÁM 93/3638 EF Fyrsti dekkbáturinn í Grindavík og róðrar á opnum bátum; starf föður Siguróla; breytingar á sjósókn Tómas Þorvaldsson og Siguróli Geirsson 37677

Tengt efni á öðrum vefjum

Tónlistarmaður

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014