Ríkharður H. Friðriksson (Ríkharður Helgi Friðriksson) 05.11.1960-

<p>Ríkharður hóf ferilinn sem rokktónlistarmaður, en lærði síðan tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík, Manhattan School of Music, New York; Accademia Chigiana, Siena; og Konunglega Tónlistarháskólann í Haag. Einnig skartar hann prófskírteinum í sagnfræði frá Háskóla Íslands og klassískum gítarleik frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Hann nam einnig tölvutónlist við hollensku Hljóðrannsóknarstofnunina (Instituut voor Sonologie) í Haag, auk þess að sækja námskeið í tölvutónsmíðum við Sweelinck tónlistarháskólann í Amsterdam og sumarskólanum í Darmstadt. Eftir hann liggja bæði hljóðfæra- og tölvutónsmíðar sem hafa verið fluttar á Íslandi, Norðurlöndunum, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Austurríki, Hollandi, Sviss, Kína og Singapore, auk þess sem þeim hefur verið útvarpað í fleiri löndum í Evrópu og Asíu.</p> <p>Tónlist Ríkharðs stefnir í grundvallaratriðum í tvær áttir. Annars vegar gerir hann hreina raftónlist þar sem mest er lagt upp úr ummyndunum á náttúruhljóðum og hreyfingu þeirra í þrívíðu rými (surround). Má þar m.a. nefna verkaröðina „Líðan“ sem byggir á vel- eða vanlíðunarhljóðum mannsraddarinnar. Hins vegar er lifandi spunatónlist þar sem hann leikur á rafgítar eða ýmis tölvuhljóðfæri. Þar kemur hann annað hvort fram einn eða með hljómsveitinni Icelandic Sound Company (ásamt Gunnari Kristinssyni).</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Tónskóli Sigursveins Tónlistarnemandi -
Manhattan School of Music Háskólanemi -
Háskóli Íslands Háskólanemi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Fræbbblarnir Gítarleikari 1978 1979
Fræbbblarnir Gítarleikari 2012

Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarleikari , háskólanemi , sagnfræðingur , tónlistarnemandi og tónskáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 2.05.2016