Árni Harðarson 29.10.1956-

<p>Árni lauk burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskóla Kópavogs árið 1976 og stundaði framhaldsnám í píanóleik og tónsmíðum við The Royal College of Music í London árin 1978-1983. Eftir að Árni sneri heim hefur hann verið virkur í íslensku tónlistarlífi sem kórstjóri, tónskáld og tónlistarkennari. Hann stjórnaði Háskólakórnum árin 1983-1989 og hefur verið söngstjóri Fóstbræðra frá árinu 1991. Þá hefur hann komið fram sem kór- og hljómsveitarstjóri við ýmis tækifæri á Íslandi og erlendis.</p> <p>Árni var formaður Tónskáldafélags Íslands 1995-1998 og sat fyrir Íslands hönd í NOMUS, Norrænu tónlistarnefndinni, árin 1993-2000. Árni er nú skólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs.</p>

Staðir

Tónlistarskóli Kópavogs Tónlistarnemandi -1976
Konunglegi tónlistarháskólinn í London Háskólanemi 1978-1983
Tónlistarskóli Kópavogs Skólastjóri -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Háskólakórinn Kórstjóri 1983 1989
Karlakórinn Fóstbræður Kórstjóri 1991

Hljómsveitarstjóri , háskólanemi , kórstjóri , píanóleikari , skólastjóri , tónlistarnemandi og tónskáld
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 19.12.2017