Sigurður Sigurðsson 21.02.1774-06.06.1862

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1797. Vígður aðstoðarprestur að Völlum í Svarfaðardal 1. apríl 1804, lét af því starfi vegna geðveiki sem hann var talinn hafa fengið af erfiðu heimilislífi. Flutti þá í Bakka. Náði fljótt bata og var millibilsprestur í Svarfaðardal á Urðum, Tjörn og Völlum. Fékk Bægisá 13. mars 1820, Reynivelli 28. júlí 1830, Auðkúlu 10. mars 1843 og lét þar af starfi 1856. Vel gefinn maður og vel að sér, drengur góður, búmaður en þótti nokkuð forn í skapi.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 259-60.

Staðir

Vallakirkja Aukaprestur 01.04.1804-1811
Bægisárkirkja Prestur 13.03.1820-1830
Reynivallakirkja Prestur 28.07.1830-1843
Auðkúlukirkja Prestur 10.03.1843-1856

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 15.06.2014