Gunnsteinn Ólafsson 05.08.1962-

<p>Gunnsteinn Ólafsson er fæddur á Siglufirði en ólst upp í Kópavogi. Hann stundaði nám við Tónlistarskóla Kópavogs frá 1969-1978 og stjórnaði Kór Menntaskólans í Kópavogi á árunum 1979-1983. Þá stjórnaði hann Kammerkór Kópavogs árin 1998-2002. Gunnsteinn stundaði framhaldsnám í tónlist í Ungverjalandi og Þýskalandi þaðan sem hann lauk prófi í hljómsveitarstjórn og tónfræði árið 1992. Hann setti á fót þjóðlagahátíð á Siglufirði árið 2000 og Þjóðlagasetur þar í bæ árið 2006. Gunnsteinn stofnaði Sinfóníuhljómsveit unga fólksins árið 2004 ásamt nemendum við helstu tónlistarskóla höfuðborgarsvæðisins. Þá hefur hann stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands og óperusýningum í Þjóðleikhúsinu og Íslensku óperunni. Gunnsteinn er stjórnandi Háskólakórsins auk þess að kenna við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík.</p> <p align="right">Af vef Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði (18. ágúst 2015).</p>

Staðir

Tónlistarskóli Kópavogs Tónlistarnemandi 1969-1978
1983-1987
Franz Liszt-tónlistarakademían Búdapest Háskólanemi 1983-1987
Tónlistarháskólinn í Freiburg Háskólanemi 1987-1992
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarkennari -
Menntaskólinn í Kópavogi Nemandi 1979-1983

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Háskólakórinn Kórstjóri 2007
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins (Ungfónía) Stjórnandi 2004

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , nemandi , stjórnandi , tónlistarkennari , tónlistarnemandi og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.01.2016