Brynjólfur Ólafsson 1756-20.10.1816

Stúdent frá Skálholtsskóla 16. maí 1779 með tæpum meðalvitnisburði. Honum var skipað að taka Sandfell 11. júní 1785. Átti þar við mikil bágindi að stríða. Fékk Stöð 26. febrúar 1804 og hélt því embætti til dauðadags. Var búsýslu- og dugnaðarmaður , alvörugerfinn og fasttækur, þótti langorður í stólræðum en söngmaður góður. Varð 61 árs gamall og var 32 ár í embætti.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ II bindi, bls. 282.

Staðir

Stöðvarfjarðarkirkja Prestur 1804-1817
Sandfellskirkja Prestur 1785-1804

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 19.12.2013